Fara í efni

Streitishvarf

Breiðdalsvík

Á Streitishvarfi er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er stutt en falleg gönguleið sem gefur innsýn í jarðsögu Austfjarða og sýnir mjög vel berggangana sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þó gönguleiðin sé stutt er vel hægt stoppa í nokkra klukkutíma, leika sér og njóta náttúrunnar sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Fyrst var reistur viti á Streitishorni árið 1922 er þar var settur upp járngrindarviti sem smíðaður hafði verið á járnsmíðaverkstæði ríkisins í Reykjavík. Þessi viti var starfræktur fram til ársins 1958 en var þá fjarlægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunnanverðu mynni Breiðdalsvíkur. Hlöðuvitinn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í
janúar 1984 og var núverandi
Streitisviti byggður í staðinn það ár .