Fara í efni

Trjásafnið í Hallormsstaðaskógi

Egilsstaðir

Í Hallormsstaðaskógi er trjásafn með um 80 tegundum trjáa og runna víðsvegar að úr heiminum, og er safnið einstakt á landsvísu. Best er að hefja gönguna um trjásafnið á bílastæðinu við þjóðveginn, þar sem einnig er salernisaðstaða, og fylgja göngustígnum þaðan um safnið. Mælt er með að gefa sér 2 til 3 klukkustundir til þess að skoða safnið og njóta útiverunnar. Einnig er tilvalið að hafa með sér nesti, sem skemmtilegt er að taka með sér niður að Fljótinu og snæða.