Fara í efni

Sauðlauksdalur

Patreksfjörður

Sauðlauksdalur er fyrrum kirkjustaður og stórbýli við sunnanverðan Patreksfjörð. Jörðin er komin í eyði. Séra Björn Halldórsson var prestur í Sauðlauksdal um miðja 18. öld og ræktaði þar kartöflur fyrstur Íslendinga 1760. Núverandi kirkja var reist 1863. Talið er, að Niels Björnsson hafi verið þar að verki. Turninum var bætt framan á kirkjuna á árunum 1901-02.