Fara í efni

Víðgelmir í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði

Víðgelmir í Borgarfirði er stærstur allra hella á Íslandi og talinn einn stærsti hraunhellir í heimi.  

Hellirinn hefur að geyma kynjaveröld, litríkar hvelfingar, fallegar ísmyndanir, dropasteina og hraunstrá. Árið 1993 fundust mannvistarleifar í hellinum. Þær eru nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.  

Víðgelmir hefur verið friðaður síðan 1993 og er innganga og skoðun eingöngu leyfð með leiðsögn en aðgengi að hellinum hefur verið stórbætt m.a. með gerð göngupalla.

Leiðsögumenn frá "The Cave" bjóða upp á stuttar og langar ferðir í hellinn. Á heimasíðu ferðaþjónustunnar The Cave er hægt að bóka ferðir og fá frekari upplýsingar.