Fara í efni

Skúmhöttur

Egilsstaðir

Skúmhöttur er næst hæsta fjall í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Fjallið er að mestu úr líparíti en sjálfur tindurinn er úr dekkra bergi. Ekinn þjóðvegur 1 framhjá bænum Litla Sandfelli, beygt til vinstri inn um hlið og ekið þar til komið er að gamalli brú yfir Þórisá. Þar er bílastæði. Gengið frá skilti við Þórisá og síðan eftir hryggnum framan í fjallinu alla leið upp á topp 1229 m.

Skemmtileg fjallganga á áhugavert fjall.

Skúmhöttur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°05.637-W14°30.298

Powered by Wikiloc