Fara í efni

Laugafell

Laugafell (879 m y.s.) og Laugafellshnjúkur (997 m y.s.) nefnast tvö fjöll úr móbergi, norðaustur af Hofsjökli. Í ás norðvestur frá Laugafelli eru laugarnar sem það er kennt við. Aðdráttarafl Laugafells felst í heita vatninu sem þar sprettur upp en öll hús á svæðinu er hituð upp með því. Heitustu uppspretturnar eru tæplega 50ºC. Þar er alger draumur að skríða í ylinn eftir skemmtilegan dag á fjöllum.

Stutt er frá Laugafelli í aðra áhugaverða staði og má til dæmis nefna vötnin norðan við Hofsjökul þar sem upplagt er að skella sér í silungsveiði. Vegurinn er ekki fær fólksbílum.