Fara í efni

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll eru hryggur móbergsfjalla frá síðari hluta ísaldar. Efst er hraundyngjan Kistufell. Í fjöllunum eru nokkrar gossprungur með gígaröðum sem mynduðust einhverju fyrir landnám. Í norðanverðum Brennisteinsfjöllum er háhitasvæði og þar var numinn brennisteinn í kringum 1880 með litlum árangri. Brennisteinsnámurnar eru enn sýnilegar.