Fara í efni

Strandarheiði

Eða Vatnsleysustrandarheiði. Gróðurlítið hraunsvæði upp af Vatnsleysuströnd. Þar var fyrrum hið besta beitiland, víða vaxið kjarri, og voru þar sel frá býlunum á ströndinni en landeyðing hefur orðið þar geysimikil á seinni öldum.  Í Strandarheiði er merkileg, afar gömul fjárborg, Staðarborg.