Fara í efni

Vatnsfjörður

Patreksfjörður

Vatnsfjörður er einn af fjörðunum sem ganga norðan úr Breiðafirði og er hann vestastur þeirra. Fjörðurinn var friðlýstur árið 1975 til að vernda náttúru landsins. Landslag í firðinum er að mestu gróft og stórgrýtt hálendi en láglendi hans er vaxið kjarri að mestu. Þar skapast mikil veðursæld og þaðan er tilvalið að heimsækja marga af helstu ferðamannastöðum sunnanverðra Vestfjarða. Úr Vatnsfirði tekur um eina og hálfa klukkustund að aka að Látrabjargi og Selárdal og einungis um hálfar stundar akstur er að Dynjanda.