Fara í efni

Námafjall

Mývatn

Námafjall og umhverfi þess er háhitasvæði. Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið, en meginuppstreymið er austan við fjallið og hefur það gengið síðustu ár undir nafninu Hverir. Á því svæði eru margir gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leirhverirnir eru stórir og áberandi, en gufuhverirnir eru margir borholur sem búið er að hlaða grjóti yfir. Jarðvegur er ófrjór og gróðurlaus á háhitasvæðinu og mjög súr vegna áhrifa hveraloftsins og brennisteins.