Fara í efni

Pollurinn

Akureyri

Pollurinn á Akureyri er skemmtilegt útivistarsvæði við hjarta bæjarins. Á sumrin iðar hann af lífi þegar skemmtiferðaskip streyma að með gesti frá öllum heimshornum, smábátar eru við veiðar, boðið er upp á siglingar og námskeið af ýmsu tagi hjá siglingarklúbbinum Nökkva og ferðaþjónustuaðilum. Pollurinn er einnig ar sinna siglingum af ýmsu tagi auk fjölbreytt dýra og fuglalíf. hvalir blása, ríkulegt fuglalíf og sjá má stöku sel.

Á 17. öld tóku danskir kaupmenn að reisa búðir sínar á sjálfri Akureyri sem var ein af nokkrum eyrum sem sköguðu út í Pollinn. Þeir völdu staðinn vegna afbragðs hafnarskilyrða og einnig vegna þess að héraðið er og var gjöfult landbúnaðarsvæði en dönsku kaupmennirnir sóttust einkum eftir ull og kjöti. Dönsku kaupmennirnir bjuggu þó ekki á Akureyri allt árið á þessum tíma heldur læstu þeir húsum sínum og yfirgáfu staðinn yfir vetrartímann. 

Standard er flak af skútu sem sökk í pollinum á Akureyri árið 1917. Flakið er úr tré og er það um 60 metrar að lengd. Skútan liggur á leirbotni á skjólgóðum stað og hefur það vafalaust átt þátt í varðaveita flakið. Enn er skrokkmynd á flakinu en viðurinn í skrokk skipsins er orðinn nokkuð gisinn. Skrokkur skipsins er þakinn sæfíflum.  

https://www.kofun.is/k%C3%B6funarkort/sk%C3%BAtan/