Fara í efni

Eiríksjökull í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði

Formfagur Eiríksjökull í Borgarfirði er móbergsstapi, hulinn jökli og hæsta fjall á vesturhelmingi landsins, 1675m.

Jökulinn skagar upp sunnan Hallmundarhrauns og vestan Langjökuls og heitir skarðið á milli jöklanna, Flosaskarð. Fjallið hefur orðið til við gos undir jökli og sést víða að.

Í skriðum Eiríksjökuls að norðan er klettadrangur sem heitir Eiríksgnípa. Hún ásamt jöklinum eru sögð bera nafn Eiríks, útilegumanns úr Surtshelli sem segir frá í Hellismannasögu.

Eiríkur slapp undan byggðamönnum, að sagt er á handahlaupum, sem gerðu atlögu að hópnum. Einn þeirra sem elti komst svo nærri Eiríki að honum tókst að höggva undan honum annan fótinn. Textinn, "Útlaginn" öðru nafni "Upp undir Eiríksjökli" er sagður saminn um Eirík og til eru ýmsar, fleiri þjóðsögur um hann.