Fara í efni

Úlfljótsvatn

Selfoss

Úlfljótsvatn er fjölskyldutjaldsvæði sem er rekið af Bandalagi íslenskra skáta og hefur verið heimili skátastarfs síðan 1941. 

Á Úlfljótsvatni fá tjaldstæðagestir tækifæri til þess að tjalda með heillandi útsýni yfir vatnið og möguleika á allskyns afþreyingu eins og klifri í klifurturni, kajak siglingum, bogfimi og fjölmörgum gönguleiðum í nágrenninu.

Úlfljótsvatn er staðsett steinsnar frá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það er því er stutt að fara í bíltúr að helstu gullmolum Íslands eins og Þingvelli, Gullfoss og Geysi á innan við klukkustund og Kerið er í um 15 mínútna akstursfjarlægð.

Úlfljótsvatn er frábær fyrsti viðkomustaður á suðurströnd Íslands með margar nátttúru perlur innan seilingar.