Fara í efni

Hengifossárgil

Egilsstaðir

Hengifossárgil er með einstökum berglögum og stuðlum. Tveir gríðarlega fallegir fossar eru á leiðinni, annars vegar Stuðlabergsfoss (Litlanesfoss) sem kumkringdur er einstaklega fallegu stuðlabergi og hins vegar Hengifoss, sem er með hæðstu fossum á landinu, um 128,5 m hár.

Nokkuð brött gönguleið liggur upp með gilinu, en um tvo tíma má reikna með í göngu fram og til baka. Hækkun um 300 m. Hægt er að ganga upp fyrir Hengifossinn, vaða á og ganga niður hinum megin. Fara þar sérlega varlega yfir ánna því þar geta vatnavextir verið miklir.

Á vefsíðu Hengifoss má finna upplýsingar um fjölbreytta útivist á svæðinu. Einnig má nálgast upplýsingar hjá Snæfellsstofu um gönguleiðir innan Vatnajökulþjóðgarðs. Óbyggðasetur Íslands býður uppá fjölbreytta útivist og afþreyingu.