Fara í efni

Básendar

 Fornt úræði og verslunarstaður sunnan við Stafnes. 

Einnig kallað Bátssandar var ein af höfnum einokunarverslunarinnar og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes.  Básendar eyðilögðust mikið í  ofsalegu sjávarflóði, aðfararnótt 9. janúar 1799.  Flóðið hreif flest hús með sér, stór og smá.  Fólk varð að flýja og sumt varð svo naumt fyrir að það varð að skríða upp um þekjuna til að komast út. Vitað er að ein kona drukknaði. Þetta var eitt mesta sjávarflóð sem um getur við strendur Íslands. 

 

Hvernig á að komast þangað: Vegur liggur frá Sandgerði að Stafnesi og þar er merkt bílastæði. Gengið er frá bílastæðinu þangað til að sjást tóftir staðarins og gamall grjótgarður.