Fara í efni

Þjórsárhraun

Selfoss

Þjórsárhraun er stærsta hraunbreyða landsins hvort sem er um að ræða að flatarmáli eða á rúmmáli. Einnig er Þjórsárhraun stæðsta hraunbreyða sem runnið hefur á jörðinni síðan lok síðustu ísaldar en það staðnaði við öldur Atlantshafsins frá 6700 f. krist. Áætlað er flatarmálið sé 974 km² og þykktin 15-20m að meðaltali en þar sem hraunið er þykkast er um 40m. Þjórsárhraun er helluhraun og úr dílabasalti ásamt ljósir feldspatdílar sem sitja í dökkum fínkorna grúnnmassa.

Upphaf eldstöðvarinnar er á Veiðivatnasvæðinu og er horfið undir yngri gosmyndanir sem liggja um 70 km niður eftir Tungná og Þjórsá. Meðfram jöðrum hraunsins liggur Þjórsáin og Hvítá sem er einnig Ölfusá en á 17 öld fluttist Ölfusársós um 2-3 km í austur átt.

Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri eru byggð á Þjórsárhrauninu. Sést vel á sjávargörðum Stokkseyrar sjávarhluti Þjórsárhrauns og þar sést hvar aldan skellur á hraunjaðrinum úti í sjónum en á sjálfri ströndinni eru álar og rásir í hraunskerjunum.