Fara í efni

Ægissíðufoss

Hella

Ægissíðufoss í Ytri-Rangá er nokkrum kílómetrum neðar en þorpið Hella sem byggst hefur upp á árbakkanum. Fossinn er þekktur veiðistaður í ánni og í honum er laxastigi. Fossinn er tignarlegur allt árið um kring og rennsli í honum er nokkuð jafnt allt árið, enda Ytri-Rangá bergvatnsá og helst að vöxtur komi í ána í leysingum á vorin.

Þegar farið var að huga að brúarstæði yfir Ytri-Rangá kannaði Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur og síðar forsætisráðherra, með brúarstæði rétt ofan við Ægissíðufoss og leist einna best á þann stað. Af þeirri smíði varð þó ekki og brúarstæðinu á endanum valinn staður þar sem Helluþorp stendur í dag.

Vinsæl gönguleið liggur frá Hellu niður að Ægissíðufossi meðfram Ytri-Rangá og er hún mikið notuð jafnt af heimamönnum og ferðamönnum.