Fara í efni

Hraunlína

Vopnafjörður

Frá Útsýnisstaðnum er horft yfir Lónin, Skógarlón innar og Nýpslón utar. Lónin eru friðlýst vegna þess hve fjölskrúðugt dýralíf þrífst þar við sérstæð skilyrði. Fundist hafa yfir 40 tegundir smádýra í lónunum auk fiska og fugla. Skemmtilegt og fallegt er að ganga í fjöruborði Lónanna og fuglalíf er þar mjög mikið.

Á Útsýnisstaðnum eru skilti sem lýsa staðarháttum og segja frá áhugaverðum hlutum um Vopnafjörð.