Fara í efni

Landbrotshólar

Kirkjubæjarklaustur

Í Landbroti, rétt hjá Kirkjubæjarklaustri, eru Landbrotshólar, eitt víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi um 50 ferkílómetrar að flatarmáli og mynduðust þegar Elgjárhraunið rann um 934 - 940. 

Hólarnir eru óteljandi og fjölbreytilegir að lögun og útliti. Gervigígar myndast þegar glóandi hraunkvika rennur yfir ár, stöðuvötn eða vatnsrík setlög. Þegar heitt hraunið rennur yfir vatnsósa undirlag verða miklar gufusprengingin í hraunrásinni. Við það þeytist gjóska upp í loftið og miklir hólar hlaðast upp. 

Skemmtileg, auðveld 9 km gönguleið er um Landbrotshólana og byrjar við Skaftárbrúna. Leiðin liggur að Hæðargarðsvatni og þaðan inn í hólana.