Fara í efni

Fuglasafn Sigurgeirs

Fuglasafn Sigurgeirs var opnað 17. ágúst 2008. Markmið safnsins er að veita fræðslu um fugla, lífríki Mývatns og hvernig Mývetningar nýttu vatnið sér til samgangna og framfærslu. Í safninu eru nánast allir íslenskir varpfuglar ásamt um 100 tegundum af eggjum.
Auk þessa er á sér-sýningu ýmiss búnaður sem heimamenn notuðu við veiðar á Mývatni í gegnum tíðina. 

Opnunartími:
1. júní-31. ágúst: 12:00-17:00 alla daga.
1. sept-31. maí: 14:00-16:00 alla daga.

Ef hópar eru á ferðinni á öðrum tíma er alltaf hægt að hringja og ath hvort við getum ekki opnað.

Hvað er í boði