Fara í efni

Safnahúsið á Húsavík

Á aðalhæð Safnahússins á Húsavík er sýningin Mannlíf og Náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum.  Í sýningunni er fléttað saman náttúrugripum og munum úr byggðasafni Þingeyinga svo úr verður einkar athyglisverð sýning þar sem gestir upplifa sterkt samspil manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 1850 til 1950. Á jarðhæðinni er svo fastasýning sjóminjasafnsins en hún var opnuð í apríl 2002.  Sýningin gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar. Tvær sérsýningar eru að jafnaði í húsinu, myndlist, saga, ljósmyndir eða annað áhugavert efni.

Hvað er í boði