Fara í efni

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús

Listasafn Reykjavíkur er staðsett í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Safnið býður upp á fjölbreyttar sýningar og viðburði og er opið alla daga vikunnar. Þá gildir sami aðgöngumiðinn í öll húsin. Safnið er stærsta listasafn hér á landi og hýsir verk margra þekktustu og ástsælustu listamanna þjóðarinnar.

Hafnarhúsið býður reglulega upp á sýningar á samtímalist m.a. eftir innlenda og erlenda listamenn og ýmiss konar viðburði eins og tónleika, málþing og fyrirlestra. Húsið er heimkynni Errósafnsins og þar eru alltaf sýningar á verkum listamannsins. 6 sýningarsalir eru í húsinu auk verslunar.

Hvað er í boði