Fara í efni

Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs

Gerðarsafn er framsækið nútíma- og samtímalistasafn í Hamraborg í Kópavogi. Gerðarsafn býður upp á fjölbreytt sýningarhald á verkum íslenskra og erlendra samtímalistamanna samhliða sýningum úr safneign. Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu, myndhöggvaranum Gerðar Helgadóttur (1928-1975).

Á neðri hæð safnsins er grunnsýning á verkum Gerðar Helgadóttur, fræðslurýmið Stúdíó Gerðar og kaffihús Reykjavík Roasters. Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem börnum, fjölskyldum og öðrum gestum gefst færi á að njóta samverustunda, fræðast og skapa saman.

Safnbúð Gerðarsafns er á efri hæðinni en þar fást eftirprent, fallegar hönnunarvörur, tréleikföng, skissubækur og margt fleira.

Opið daglega 12-18. 

Hvað er í boði