Fara í efni

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúrufræðistofa Kópavogs var opnuð í desember 1983. Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd.

Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er að finna náttúrugripasafn sem opið er almenningi og aðgangur er ókeypis. Sýningaraðstaðan er sérhönnuð og þar er að finna fjölbreytt úrval náttúrugripa, með áherslu á jarðfræði Íslands og íslensk dýr. Þar eru einnig stór fiskabúr með lifandi ferskvatns- og sjávarlífverum.

Opnunartími:
Mánudaga - fimmtudaga: 08:00-18:00
Föstudaga: 11:00 - 17:00
Laugardaga: 11:00-17:00
Sunnudaga: Lokað

Hvað er í boði