Fara í efni

Bruggsmiðjan

Þó svo að fyrirtækið hafi verið starfrækt í stuttan tíma þá hefur það tekið miklum breytingum frá upphaflegri mynd. Hugmyndina af fyrirtækinu kom frá hjónum á Árskogssandi, henni Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Þau fengu hugmyndina um að opna litla bruggverksmiðju eftir að hafa séð frétt í sjónvarpinu frá lítilli verksmiðju í Danmörku. Viku seinna eru þau komin út til Danmerkur að skoða bruggverksmiðju. Þetta gerist í júní 2005. Í október skrifa þau undir kaupsamninga á bruggtækjum út í Tékklandi. Í desember 2005 var fyrirtækið formlega stofnað. Í byrjun árs 2006 koma síðan aðrir aðilar inn í fyrirtækið. Í dag er Bruggsmiðjan í eigu 15 aðila. Agnes og Ólafur eiga rúm 56%, og 44% skiptast á milli 14 aðila.

 

Þjónusta sem að boðið er uppá hjá Bruggsmiðjunni er m.a. það að við tökum á móti hópum í vísindaferðir. Heimsóknin kostar 2000 kr á mann. Innifalið í því er kynning á fyrirtækinu og starfsemi þess. Boðið er uppá hressingu á meðan á kynningunni stendur, og svo fær fólk að eiga glasið sem það drekkur úr sem er sérmerkt Kalda. Við reiknum með að hver heimsókn taki ca klukkutími, þó svo margir kjósi að stoppa styttra.


Hvað er í boði