Fara í efni

Álafoss wool store

Verslun Álafoss er staðsett í gömlu ullarverksmiðjunni sem var og hét, og þar hefur verið sett upp lítið minjasafn þar sem skoða má sögulegar ljósmyndir og vélar til prjónaskaps, m.a. sokka-prjónavél frá 1930, sem gefur góða innsýn í sögu og menningu ullariðnarins á Íslandi. 

Í Álafoss er að finna mikið úrval af íslenskum ullarvörum, allt frá hefðbundnum handprjónuðum lopapeysum, hinum geysivinsælu Álafoss teppum yfir í mikið úrval af allskyns lopa og bandi og öðrum vörum tengdum prjónaskap. Að auki má finna mikið af minjagripum og listaverkum frá hinum ýmsu lista- og handverksfólki sem flest hver eru á sinn hátt tengd íslenskri náttúru.

 Þess ber að sérstaklega að geta að lopapeysurnar frá Álafoss eru handprjónaðar á Íslandi úr 100% íslenskri ull og er hver peysa merkt með nafni þess sem prjónar hana.

 Kíktu í heimsókn til okkar í Álafossbúðina Mosfellsbæ - við tökum vel á móti þér. 

 

Opnunartími

Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
  09:00-18:00 09:00-16:00 Lokað
Einnig opið fyrir hópa á öðrum tímum.

Hvað er í boði