Michelle Bird Artist - Courage Creativity
Listgallerí, hópefli og skemmtun fyrir fyrirtæki, fjölskyldur og saumaklúbba.
Taktu þátt í kraftmikilli listrænni vegferð sem stuðlar að djúpri sjálfstjáningu ásamt því að efla og skerpa samvinnuhæfni. Markmið okkar er að breyta áherslum á frammistöðu og samkeppni innan sköpunar og listasviðsins. Við leiðum þig í gegnum fjöldan allan af bæði áþreifanlegum og huglægum upplifunum. Þetta lifandi umhverfi er hannað til þess að þú náir að komast í flæði.
Það er sama hvort þið eruð vinnufélagar, fjölskylda, félagasamtök eða saumaklúbbur að leita að upplifun til að styrkja samskipti innan hópsins, þessi vinnustofa mun styrkja sambönd og skerpa á ímyndunarafli.
Michelle Bird er listamaður og hún er ástríðufull fyrir því að skapa umhverfi sem dregur fram einstaka listræna tjáningu. Í áratugi hefur hún kennt skapandi hópefli um allan heim í fyrirtækjum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, félagasamtökum, vinahópum og jógastúdíóum.