Fara í efni

Landnámssýningin - Borgarsögusafn

Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Á Landnámssýningunni er lítil safnbúð og fjölskylduhorn. Unnið er að stækkun Landnámssýningarinnar sem ráðgert er að opni síðla árs 2022. 

Landnámssýningin heyrir undir Borgarsögusafn – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Sýningin er opin alla daga 10-17.

Hvað er í boði