Dyngjan - listhús
Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit.
Þar er úrval listmuna til sýnis og sölu. Tilvalið tækifæri fyrir vinahópa að breita til og koma á örnámskeið í fallegu umhverfi og spennandi stað. Í litlu rauðu húsi við Dyngjuna er meðal annars boðið upp á einstaklings vefnaðarnámskeið, vattarsaumsnámskeið og að spinna sinn lífsþráð úr reyfi frá kind nágrannans við kertaljós á köldum vetrarkvöldum. Eða bara njóta fegurðar náttúrunnar.