Fara í efni

Nonnahús

Þekkir þú Nonna? Vissir þú að í því var einu sinni skóli? Þar bjuggu um tíma fjórar fjölskyldur í einu? Þar var gistihús og veitingasala um tíma? Nonnahús geymir margar sögur. Stærst þeirra er saga Nonna og fjölskyldu hans.

Nonnahús er bernskuheimili barnabókarithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar "Nonna". Húsið er meðal þeirra  elstu á Akureyri, byggt upp úr 1850. Safnið geymir marga muni tengda Nonna, m.a Nonnabækur á fjölmörgum tungumálum. Húsið sjálft hefur verið varðveitt sem dæmigert kaupstaðarheimili þessa tíma. 

Nonni flutti 12 ára frá Akureyri einn síns liðs sumarið 1869 til að fara í skóla  í Frakklandi og varð þekktur rithöfundur barnabók um víðaveröld. Þannig varðveitir safnið bækur frá yfir 30 löndum t.d. á kínversku og japönsku, pólsku og esperantó.

Nonnahús er á meðal þeirra elstu á Akureyri byggt um 1850 og varðveitt sem kaupstaðarheimili og þess tíma og safn um Nonna. Síðasti íbúi Nonnahúss flutti úr húsinu 1945 en Nonnahús hefur verið safn síðan 1957.

Nonnahús er á sömu lóð og Minjasafnið  og einungis  200 metrum frá Leikfangahúsinu.

Opnunartími:
1.6.-30.9.: Daglega frá 10-17.
1.10-31.5.: Daglega frá 13-16.

Verð:
Stök heimsókn 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.
Miðinn gildir á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás allt árið.

Hvað er í boði