Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar. Harpa er áfangastaður ferðamanna og margverðlaunað listaverk sem milljónir manna hafa heimsótt frá opnun.
Harpa er heimili Íslensku óperunnar, Stórsveitar Reykjavíkur, og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem heldur vikulega tónleika í Hörpu allt árið um kring. Jazzklúbburinn Múlinn á einnig heimilisfestu í Hörpu sem og Sígildir sunnudagar sem standa fyrir reglulegum tónleikum.
Í húsinu er fjölbreytt þjónusta og gestastofa, ásamt glæsilegum veitingastöðum, Hnoss og La Primavera, auk nýrrar verslunar Rammagerðarinnar.
Opnunartími hússins:
Harpa er opin alla daga frá kl. 10:00 – 20:00 (lengur í tengslum við viðburði)