Fara í efni

Byggðasafnið á Garðskaga

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta.

Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. 60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar. Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir. Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887.

Opnunartími: Safnið er opið kl. 10-17,  frá 1. maí - 30. sept. 

Frá október til apríl er byggðasafnið opið fyrir hópa sem panta heimsóknir í síma 862 1909,  byggdasafn@sudurnesjabaer.is eða með skilaboðum á Facebook Byggðasafnið á Garðskaga. 

Hvað er í boði