Fara í efni

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

Víðimýrarkirkja er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum landsins. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif hennar, en síðar áttuðu menn sig á því að hér var um ómetanleg menningarverðmæti að ræða. Þjóðminjasafn Íslands hefur staðið fyrir viðgerðum á kirkjunni. Kirkjan var reist árið 1834, hún er með torfveggjum til hliðanna og torfþekju en timburstöfnum í bak og fyrir.

Opnunartími
1. júní - 31. ágúst: þriðjudaga-sunnudaga 12:00-18:00, lokað á mánudögum.    
Utan auglýsts opnunartíma er opið eftir samkomulagi við Byggðasafn Skagfriðinga.

Aðgangseyrir 2021
Fullorðnir (18 ára og eldri): 1.000 kr.
Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 700 kr.
Börn (17 ára og yngri): frítt

Sameiginlegur aðgangsmiði í Víðimýrarkirkju og Glaumbæ :
Fullorðnir (18 ára og eldri): 2.000 kr.
Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 1.700 kr.
Börn (17 ára og yngri): frítt

Hvað er í boði