Fara í efni

Litlibær

Litlibær í Skötufirði er lítið og notalegt kaffihús og safn. Þar er hægt að fá heimabakað bakkelsi og hinar heimsfrægu Litlabæjar vöfflur, kaffi, kakó, te, gos og safa.

Opnunartími:
15.maí til 20.september, alla daga frá 10-18
Finnið okkur á Facebook hér.

 

Litlibær í Skötufirði var upphaflega byggður árið 1894, og hann var í ábúð allt til ársins 1969. Um 20 manns bjuggu í bænum á tímabili.

Túnið er afmarkað af þykkum steinhlöðnum garði. Einstaklega vel hefur verið vandað til allra steinhleðslna. Ábúendur á Litlabæ höfðu lifibrauð sitt af sjávarnytjum ekki síður en landbúnaði.

Meðal tófta sem eru á Litlabæ, er hringlaga tóft sem stendur við veginn, og er hún talin vera mun eldri en aðrar hleðslur á Litlabæ, og var sögð síðan Papar voru hér á landi.

Árið 1999 komst Litlibær í vörslu Þjóðminjasafnsins og var þá ráðist í endurbætur sem er nú lokið.

Bærinn er opinn fyrir gesti og gangandi þar sem hægt er að fá kaffi og vöfflur með hinni margrómuðu Siggusultu og rjóma, ásamt ýmsu handverki.

Rétt fyrir utan Litlabæ má sjá mikið af sel sem gaman er að fylgjast með.Staðsetning: – Skötufjörður í Ísafjarðardjúpi

Aðgangseyrir: Frítt inn, annars fjármagnað með kaffisölu.

Hvað er í boði