Fara í efni

Safn Jóns Sigurðssonar

Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri þann 17. júní 2011, var opnuð ný sýning á Hrafnseyri sem hönnuð var af Basalt Arkitektum. Sýningarrýmið var stækkað veruleg og ný sýning hönnuð frá grunni. Um er að ræða sögusýningu, sem segir frá ævi Jóns Sigurðssonar og er upplýsingum komið fyrir á hjúpi úr plexígleri sem liðast líkt og samfellt straumfall úr einu herbergi í annað. Sýningin myndar þannig eina órofa heild upplifunar.

Hjúpurinn er ýmist tær og gegnsær fyrir muni sem búa þar að baki, eða hann þéttist í myndir og texta sem stundjum koma skýrt fram strax undir yfirborði hjúpsins eða liggja dýpra og jafnvel lagskipt með leyndardómsfullum og dramatískum hætti. Þar er spurt til mögulegra áhrifa af nýum menningarstraumum, nýrri tækni, markverðum viðburðum og öðrum áhrifavöldum.

Ókeypis aðgangur

Opnunartími: 1. júní - 8. september
Safn: alla daga 11:00-17:00
Kaffihús: alla daga 11:00-17:00
Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hvað er í boði