Dokk
Langar þig eða þínum hópi að upplifa skapandi og skemmtilega stund, fá einstaka kynningu, versla og/ eða búa til ykkar eigin íslensku minjagripi?
Dokk: opnar vinnustofur, viðburðir og verslun með handgerðum staðbundnum vörum. Íslensk hráefni: hreindýra- sauðfjár- og fiskileður, lopi, horn, bein, steinar, leir, jurtir og margt fleira. Endurunninn efniviður: ílát, bílbelti, efnaprufur, netagerðarefni, umbúðir og fleira.
Vörur: Fatnaður, fylgihlutir, töskur, myndlist, kerti, ilmir og ýmiskonar skraut- og nytjavörur.
Viðburðir: Tösku- , myndlistar-, hnúta-, prjóna- og skrautnámskeið, skapandi og hvetjandi hópefli, fræðsla og kynningar.
Skapandi barnaland fyrir alla fjölskylduna og reglulegir "pop up" markaðir. Má þar t.d. nefna matar,- fata- og handverksmarkaði.
Dokk er rekið af hópi skapandi kvenna.
Opnunartími: Auglýstir á samfélagsmiðlasíðum og eftir samkomulagi.