Fræðasetur um forystufé
Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði er einstakt setur á heimsvísu. Hvergi í heiminum er til forystufé annars staðar en á Íslandi. Þarna er safn upplýsinga um forystufé, safn sagna, mynda og annars þess sem gerir forystufé sérstakt en það er viðurkennt sem sérstakur fjárstofn.
Auk upplýsinga er lítil sölubúð á staðnum sem selur vörur unnar úr ull, hornum, beinum og öðrum afurðum forystufjár. Ullin af forystufé er mýkri en ull af öðru íslendku fé. Fræðasetur um forystufé hefur fengið viðurkenningu frá ICELANDIC LAMB fyrir metnaðarfulla og nýstárlega nýtingu ullar af forystufé.
,,Ef þú klæðist fatnaði sem unninn er úr ull af forystufé ratar þú alltaf heim”.
Á staðnum er rekið lítið kaffihús þar sem boðið er upp á sérblandaða kaffiblöndu ,,Ærblöndu” auk annars góðgætis.
Ein listsýning er í Fræðasetri um forystufé hvert sumar og er hún uppi allt sumarið. Þegar eru bókaðar sýningar 10 ár fram í tímann.
Einnig er rekið á staðnum lítið gistihús, ÞISTILL GISTIHÚS, þar sem er gisting fyrir 12 í rúmum. Mjög góð aðstaða er þar, vel búið eldhús og setustofa.
Opið frá 11-18, júní-ágúst. Þess utan eftir samkomulagi.