Fara í efni

Hannesarholt

Hannesarholt er menningarheimili, opið öllum, þar sem fara saman matur, menning og saga. Hannesarholt er sjálfseignarstofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, í sögufrægu húsi sem var síðasta heimili Hannesar Hafstein. Húsið var byggt árið 1915, á fyrstu árum nútímans, þegar helmingur þjóðarinnar bjó í torfhúsum. Matargerð - allt unnið á staðnum úr bestu fáanlegu hráefnum, með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Matur í hádegi 6 daga vikunnar (nema mánudaga), kvöldverður á undan viðburðum. Í Hannesarholti býðst matur, bókmenntir, tónlist, myndlist, saga og samfélag.

Hvað er í boði