Uppsalir Bar and Café
Sagan er við hvert fótmál í Aðalstrætinu og eru Uppsalir engin undantekning. Uppsalir standa þar sem Ullarstofan var áður, en Ullarstofan var hús Innréttinganna og stóð syðst í Aðalstræti.
Á Uppsölum er boðið upp á létta rétti, tertur og eftirrétti, auk fjölbreytt úrval drykkja. Barinn er tilvalinn fyrir móttökur og til að hafa það huggulegt við arineld.