Litla Kaffistofan
Litla kaffistofan er bensínstöð og veitingahús á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni. Hún var upphaflega stofnuð 4. júní 1960 og hefur verið rekin óslitið síðan. Litla kaffistofan er vinsæll áningarstaður þeirra sem ferðast til og frá Reykjavík.