Fara í efni

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er í senn gistiheimili, kaffihús og gjafavöruverslun. Við bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika. Þú getur valið um að vera í heimagistingunni okkar þar sem eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi. Gestir deila svo fallegri stofu með dásamlegu útsýni og fullbúnu eldhúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir og eina rúmgóða íbúð sem tekur allt að fimm manns í gistingu. Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar og með einstöku útsýni. Allir gestir sem gista hjá okkur njóta þess að fá 10% afslátt af veitingum og gjafavöru. Frí bílastæði og frítt internet.


Hvað er í boði

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er ævintýraheimur út af fyrir sig sem er staðsettur í gamla bænum í Borgarnesi, steinsnar frá Landnámssetrinu, hinum margrómaða Bjössaróló og við hliðina á Englendingavík. Hérna er gestum boðið upp á að næra líkama, sál og huga með margvíslegum hætti. Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er kaffihús, gjafavöruverslun og gistiheimili. Á Kaffi Kyrrð er afslappað og hlýlegt andrúmsloft þar sem unnið er út frá "megi öllum sem koma inn líða betur þegar þeir fara út". Þar geta gestir fengið sér léttar veitingar, eftirrétti, gæðakaffi og góða tengingu (inn á við eða með Wi-Fi).

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð invites you to enter into an enchanted world that is located in the old town of Borgarnes, a stone's throw away from the Settlement Center, the famous Bjössaróló playground and next to Englendingavík bay. Here guests are offered to nourish body, soul and mind in a variety of ways. Blómasetrið - Kaffi Kyrrð is a café, gift shop and guesthouse. Kaffi Kyrrð has a relaxed and warm atmosphere where the theme is based on "may everyone who enter feel better when they go out". Guests can enjoy light snacks, desserts, quality coffee and a good connection (inwards or via Wi-Fi).