Fara í efni

Bjórböðin

Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.

Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.

Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 

Hvað er í boði