Fara í efni

Kaffi Vatnajökull

Öræfaferðir reka kaffihúsið Café Vatnajökull á Fagurhólsmýri. Þessi fyrrum kaupfélagsverslun var hjarta samfélagsins í áratugi. Kaffihúsið okkar er ævintýri í sjálfu sér og hér getur þú hitt heimamenn, séð og keypt fjölskylduafurðir, fengið nýmalað íslenskt kaffi og heimabakaðar kræsingar. Kaffihúsið er skreytt með ljósmyndum úr smiðju fjölskyldunnar sem og heimasmíðuðum húsgögnum úr rekaviði. Kíktu í kaffi og upplifðu sérstakt andrúmsloft í fallegu umhverfi Vatnajökuls.

Opið virka daga frá kl. 10-17 - Lokað um helgar og alla hátíðisdaga (rauða daga).

Hvað er í boði