Fara í efni

Te & Kaffi

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins og rekstur kaffihúsa.

Á kaffihúsunum okkar, sem eru víðsvegar um höfuðborgarsvæðið,  höfum við fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið okkar bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina okkar.

Við leggjum áherslu á vönduð handbrögð í kaffibruggi og bjóðum upp á ógrynni af ólíkum uppáhelliaðferðum; allt frá uppáhellingu á gamla mátann til aðferða sem gætu auðveldlega átt heima á rannsóknarstofu.

Á Te & Kaffi finnur kaffi áhugafólk eitthvað fyrir sig ásamt góðu meðlæti.

Hvað er í boði