Fara í efni

Gallerí Laugarvatn / veitingar

Gallerí Laugarvatn var stofnað 2003 að Háholti 1 Laugarvatni af hjónunum Þuríði Steinþórsdóttur og Jóel Fr. Jóssyni.

Gallerí Laugarvatn er verslun og kaffihús með íslenska handverks og listmuni, úr leir, gleri, tré, ull, leðri, steini, járni o.fl.

Í kaffihúsinu bjóðum við uppá léttan matseðil með mat frá svæðinu hverabakað rúgbrauð silung o.fl..

Einnig erum við með matvöru beint frá býli s.s. silungur -nýr og reyktur , ís, ostur o.fl. og einnig erum við með úrval af gourmet vörum s.s. sölt , krydd, sultur , sósur, te, ofl. 

Einnig er bara hægt að heimsækja  galleríið og  njóta íslenska handverksins í fallegu umhverfi og njóta góðra veitinga í leiðinni.
Galleríið opnaði bed and breakfast árið 2010, býður upp á 3 herbergi með sameiginlegu baði og tvö með sérbaði (12 rúm alls).
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana .

Hvað er í boði