Brúarás - Geo Center
Brúarás er glæsilegt veitinga-og samkomuhús steinsnar frá Hraunfossum í Borgarfirði. Í boði eru fjölbreyttar veitingar og áhersla er lögð á að nota hráefni beint frá býli. Þar er jafnframt starfrækt upplýsingaþjónusta og verslun með handverk, fatnað og minjagripi. Náttúran allt í kring og nálægðin við margar helstu náttúruperlur Vesturlands gerir Brúarás að einstökum viðkomustað og ákjósanlegum vettvangi fyrir margvíslegar veislur og viðburði.
Opið daglega á sumrin, á veturnar opið eftir samkomulagi fyrir hópa.