Fara í efni

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Kaffihúsið er opið í tengslum við ferjusiglingar til Viðeyjar. Veitingarstaðurinn er opinn á völdum dögum vegna kvölddagskrárinnar Óður til friðar og jólahlaðborða. Viðeyjarstofu er einnig hægt að bóka fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislur og fjölbreyttar uppákomur.

Hvað er í boði