Fara í efni

Hótel Blönduós

Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann.

Fjölbreytt úrval veitinga: 

Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.
Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.
Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.
Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.  

Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina. 

Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti. 

Hvað er í boði

Krúttvagninn

Krúttvagninn opnaði í júlí og er matarvagn sem býður upp á hamborgara, pylsur, fisk og franskar og vefjur. Í dag stendur hann sunnanmegin (í Koppagötu) og hægt er að borða inni í Krútti. 

Fylgist með staðsetningu hans með því að fylgja síðu Krúttvagnsins á Facebook.   

Apótekarastofan

Apótekarastofan sem er í raun hluti af Hótel Blönduósi, er í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr.

Við bjóðum upp á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins. Við erum einnig með ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.

Við leggjum áherslu á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður. Von okkar er að takist að skapa heimilislegt andrúmsloft og að gestum okkar líði vel. Við bjóðum upp á prjónasamverur og ýmislegt fleira.



 

Sýslumaðurinn

Sýslumaðurinn er veitingahús Hótels Blönduóss sem opnaði á sama tíma og hótelið, 15. maí síðastliðinn. Sýslumaðurinn er opinn alla daga vikunnar kl. 17:00-21:00 og boðið er upp á fjölbreyttan matseðil en kokkur á Sýslumanninum er hinn ungi en reynslumikli Halldór Örn Halldórsson sem starfað hefur erlendis og nú síðast á 5-stjörnu hóteli í Sviss sem hefur upp á að bjóða 2 Michelin veitingastaði. Borðapantanir eru í síma 699-1200 og í gegnum netfangið info@hotelblonduos.is.  

Krúttið

Krúttið er nýjasta viðbótin í rekstri Hótels Blönduóss í Gamla bænum á Blönduósi. Krúttið er viðburða- og tónleikarými. Í Krúttinu verður hægt að halda veislur, tónleika, uppistand og fleira. 

Opnunartíminn er breytilegur en tengist því þegar eitthvað er um að vera í Krúttinu. Fylgist með á FB síðu Krúttsins og á FB síðu hótelsins.