Fara í efni

Eskimos Iceland

Eskimos er rótgróið ferðaskrifstofufyrirtæki, staðsett í Reykjavík, með yfir 25 ára reynslu í skipulagningu og framkvæmd framúrskarandi ferðaupplifana fyrir einstaklinga og hópa.

Við brennum fyrir því að skapa ógleymanleg ævintýri sem eru sérsniðin að tímaramma, áhugasviði og fjárhag hvers og eins. Þannig tryggjum við persónulega og hnökralausa upplifun fyrir ferðagesti af öllum gerðum. Hvort sem að okkar kúnnar leita eftir ferðalagi lífs síns eða stuttri upplifun á fallega landinu okkar, þá erum við þeim innann handar til að gera ferð þeirra að einstakri upplifun. 

Okkar vottun endurspeglar skuldbindingu okkar til ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á hátt þjónustustig og áframhaldandi umbóta í okkar störfum. Vottunin styrkir einnig trúverðugleika okkar og tryggir að gestir okkar, samstarfsaðilar og samfélagið allt geti treyst því að við störfum af heilindum og sýnum umhyggju gagnvart jörðinni okkar og því fólki sem hana byggir.

Hvað er í boði