Viking Heliskiing
Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Þverá í Ólafsfirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður.
Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír.
Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar.
Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.